Landsmálavefur á Vestfjörđum | skutull@skutull.is
23.05.2015 - 19:20

Fyrsta markiđ í fyrstu deild í fyrsta heimaleiknum ... en dugđi ekki til

Joey Spivack skorađi mark BÍ/Bol í dag
Joey Spivack skorađi mark BÍ/Bol í dag
Karlalið Boltafélags Ísafjarðar og Bolungarvíkur skoraði sitt fyrsta mark í keppni 1. deildar í dag á móti Þór frá Akureyri í fyrsta heimaleik liðsins á Íslandsmótinu. En það dugði skammt, því gestirnir að norðan skoruðu þrjú mörk áður en BÍ/Bol setti mark. Leikurinn var fjörugur og aðstæður á Torfnesvellinum mjög góðar, ekki síst ef miðað er við árstíma, bjart veður og þurrt. Þórsarar voru mun betri á fyrstu mínútum leiksins og misnotuðu nokkur hættuleg færi áður en þeir skoruðu greinilegt rangstöðumark. Heimamenn sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á leikinn og áttu tvö góð færi á að jafna fyrir leikhlé, en tókst ekki. Bæði lið sóttu og sköpuðu sér færi í seinni hálfleik. Þá varð atvik, þar sem Fabian Broich markvörður BÍ/Bol braut á sóknarmanni Þórs og dæmt var víti, sem gaf öruggt mark. Þórsarar bættu svo þriðja markinu við, áður en BÍ/Bol náði að skora sitt eina mark í leiknum.

Besti maður BÍ/Bol var miðjumaðurinn Joseph Spivack, sem náði oft að taka boltann, byggja upp sóknir og skoraði eina mark heimamanna. Þórsarar voru mjög valtir á vellinum og hrinu oft hátt, þegar þeir lentu í návígi við heimamenn. Dómari leiksins lét óþarflega oft óhljóð norðanmanna hafa áhrif á dóma sína. Á næstu helgi verður aftur leikið á Torfnesinu og þá verður það HK sem kemur úr Kópavoginum.
23.05.2015 - 08:16

Ţjóđareign.is: Ríflega 36 ţúsund búnir ađ skrifa undir

Enn er deilt um kvótann. Mynd GPM.
Enn er deilt um kvótann. Mynd GPM.
Ríflega 36 ţúsund manns hafa nú skrifađ undir áskorun til alţingis á síđunni ţjóđareign.is um ađ hafna makrílfrumvarpi sjávarútvegsráđherra. Í tilkynningu frá ađstandendum söfnunarinnar segir ađ hún sé nú ein af ţeim fjölmennustu sem hafi veriđ efnt til hér á landi. „Undirskriftasöfnunin er ko...
Meira
22.05.2015 - 17:06

Útskrift Menntaskólans á Ísafirđi 2015

Menntaskólinn á Ísafirđi og listaverkiđ Ljósiđ sem tileinkađ er ţjóđhetjunni Jóni Sigurđssyni. Mynd Ágúst Atlason
Menntaskólinn á Ísafirđi og listaverkiđ Ljósiđ sem tileinkađ er ţjóđhetjunni Jóni Sigurđssyni. Mynd Ágúst Atlason
Á ţessu vori útskrifast 55 nemendur frá Menntaskólanum á Ísafirđi, ţar af 38 stúdentar, 5 sjúkraliđar, 4 stálsmiđir, 4 vélstjórar og 4 nemendur međ próf í förđunarfrćđi.  Útskrifarafhöfnin verđur í ísafjarđarkirkju á morgun, laugardag og hefst klukkan 13. Á ţessum vetri var aftur fariđ af stađ međ n...
Meira
Heiti potturinn
21.05.2015

Lýđur Árnason: Ţjóđareign eđa ekki.is

Lýđur Árnason
Lýđur Árnason
Eitt mesta ţrćtuepli ţessarar ţjóđar er sjávarútvegsmál. Ráđamenn og forsvarsmenn útgerđarinnar segja önnur lönd líta hingađ öfundaraugum og vísa í kvótakerfiđ. Ţjóđin lýsir öndverđri skođun, margsinnis í skođanakönnunum og í ţjóđaratkvćđagreiđslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auđlin...
Meira
Fleiri greinar
Bloggarar
24.05.2015 | Jón Bjarnason

Katrín Jakobsdóttir og ESB-umsóknin

Formađur VG er tvíátta og virđist skorta stefnu í Evrópusambandsmálum. Katrín Jakobsdóttir var í löngu viđtali á Eyjunni nýveriđ. Margt er gott í ţví viđtali sem vćnta mátti. Formanninum vefst hinsvegar tunga um tönn er taliđ berst ađ stefnu VG og hennar eigin í Evrópusambandsmálum. Ţar er eins og ...
Meira
Fleiri blogg
Vefumsjón